Fréttir
Viltu kljást við þá stóru í Litluá - Laus holl á frábærum tíma í lok ágúst
Þeir stóru búa í Litluá og Skjálftavatni. Á myndinni er ánægður veiðimaður með einn slíkan.
Eigum tvö laus holl á góðum tíma í ágúst. Sjá hér á sölusíðunni https://www.litlaa.is/permits/litlaa-i-kelduhverfi.
MeiraGóður opnunardagur í Litluá
Laust holl á eftirsóttum tíma – Fishing package available.
Upphaf veiði 2021 og veiðitölur 2020
Veiði í Litluá og Skjálftavatni hófst 1. apríl síðastliðinn
og hefur gengið ágætlega þó veður hafi sýnt á sér ýmsar hliðar. Sjá fréttir og
myndir á Facebook og Instagram síðum Litluár. Fylgjast má með veiðitölum í Litluá
og Skjálftavatni í appinu Angling IQ en veiðimenn skrá í rafræna veiðibók í
Keldunesi.
Eftirfarandi er síðbúin samantekt á veiðitölum fyrir
síðastliðið sumar. Alls veiddust 1070 fiskar í Litluá en það er nokkur samdráttur
frá fyrra ári. Í Skjálftavatni veiddust 835 fiskar sem er um 20% aukning frá
síðasta ári. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 1905 fiskar en á árinu á undan veiddust 2247 fiskar og því er því um 15% samdrátt í heildarveiði að ræða á
milli ára. Skýringin á samdrættinum í veiði er fyrst og fremst minni sókn vegna
COVID-19 faraldursins.
Eins og fyrri ár er enginn skortur á vænum fiskum í Litluá
og Skjálftavatni.
Meira
Veiðitölur sumarið 2019
Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls veiddust 1559 fiskar í Litluá en það er óveruleg breyting frá fyrra ári. Í Skjálftavatni veiddust 688 fiskar sem er um 4% minna en á síðasta ári. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2247 fiskar en á síðasta ári veiddust 2281 fiskar og því er því um óverulega breytingu að ræða á milli ára.