Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Fréttir


Viltu kljást við þá stóru í Litluá - Laus holl á frábærum tíma í lok ágúst

7.8.2023

Þeir stóru búa í Litluá og Skjálftavatni. Á myndinni er ánægður veiðimaður með einn slíkan.

Eigum tvö laus holl á góðum tíma í ágúst. Sjá hér á sölusíðunni https://www.litlaa.is/permits/litlaa-i-kelduhverfi.

Meira

Góður opnunardagur í Litluá

2.4.2023
Veðrið lék við veiðimenn við Litluá í Kelduhverfi á opnunardegi. Góð veiði og gott hljóð í opnunarhollinu. Við Litluá þarf ekki að hafa áhyggjur af klakaburði í ánni eins og víða þar sem áin nýtur náttúrulegra volgra uppsprettna við upptök og leggur því aldrei.
The opening day at Litlaa was beautiful and total change of weather from the last weeks. Fishing was good, mix of brown trout, char and seagoing trout and the opening group happy.

Meira

Laust holl á eftirsóttum tíma – Fishing package available.

29.8.2021
Vegna forfalla eigum við laust þriggja daga holl frá 30. september til 3. Október 1/2+2+1/2. Áhugasamir veiðimenn sem vilja grípa þetta síðasta tækifæri í sumar sendi póst á litlaa@live.com.
Because of cancellation we have available in this popular time period as a group package, 3 days, 30th of September to 3rd of October. For more information send enquery to litlaa@live.com.

Upphaf veiði 2021 og veiðitölur 2020

10.4.2021

Veiði í Litluá og Skjálftavatni hófst 1. apríl síðastliðinn og hefur gengið ágætlega þó veður hafi sýnt á sér ýmsar hliðar. Sjá fréttir og myndir á Facebook og Instagram síðum Litluár. Fylgjast má með veiðitölum í Litluá og Skjálftavatni í appinu Angling IQ en veiðimenn skrá í rafræna veiðibók í Keldunesi.

Eftirfarandi er síðbúin samantekt á veiðitölum fyrir síðastliðið sumar. Alls veiddust 1070 fiskar í Litluá en það er nokkur samdráttur frá fyrra ári. Í Skjálftavatni veiddust 835 fiskar sem er um 20% aukning frá síðasta ári. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 1905 fiskar en á árinu á undan veiddust 2247 fiskar og því er því um 15% samdrátt í heildarveiði að ræða á milli ára. Skýringin á samdrættinum í veiði er fyrst og fremst minni sókn vegna COVID-19 faraldursins.

Eins og fyrri ár er enginn skortur á vænum fiskum í Litluá og Skjálftavatni.


Meira

Veiðitölur sumarið 2019

7.11.2019

Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls veiddust 1559 fiskar í Litluá en það er óveruleg breyting frá fyrra ári. Í Skjálftavatni veiddust 688 fiskar sem er um 4% minna en á síðasta ári. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2247 fiskar en á síðasta ári veiddust 2281 fiskar og því er því um óverulega breytingu að ræða á milli ára.

Meira