Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

7.11.2019 - Veiðitölur sumarið 2019


Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls veiddust 1559 fiskar í Litluá en það er óveruleg breyting frá fyrra ári. Í Skjálftavatni veiddust 688 fiskar sem er um 4% minna en á síðasta ári. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2247 fiskar en á síðasta ári veiddust 2281 fiskar og því er því um óverulega breytingu að ræða á milli ára.

Enginn skortur var á vænum fiskum í Litluá og Skjálftavatni frekar en undanfarin ár. Þannig voru í Litluá um 370 fiskar (24%) 60 cm eða stærri og yfir 50 fiskar (3,4%) 70 cm eða stærri og þar af sex 80 cm eða stærri. Sá stærsti var 90 cm urriðatröll sem Sigfús Hreiðarsson setti í á síðustu dögum veiðitímans (sjá mynd) en skv. vörpunartöflu má ætla að urriðinn sé um 8 kg. Í Skjálftavatni voru um 170 fiskar (24%) 60 cm eða stærri og 11 fiskar (1,6%) 70 cm eða stærri og sá stærsti var 74 cm bleikja.

Skipting á tegundir er eftirfarandi, tölur frá 2010-2018 eru með til samanburðar. Síðustu ár hafa verið nálægt meðallagi. 

Litlaá  2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010
Urriðar 1348 1370 1306 1262 1087 1481 1391 1644 1289 1038
Bleikjur 209 194 129 161 141 166 379 247 268 202
Lax 2 2 3 2 8 7 8 4 11 4
Litlaá samtals 1559 1566 1438 1425 1236 1654 1778 1895 1568 1244
Skjálftavatn  2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010
Urriðar 47 84 96 59 99 100 97 133 43 0
Bleikjur 641 631 721 936 667 1186 786 537 222 0
Lax 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Skjálftavatn samtals 688 715 817 995 766 1286 883 670 265 ekki veitt
Alls á vatnasvæði 2247 2281 2255 2420 2002 2940 2661 2565 1833 1244