Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar sem var mjög gott í Litluá og metár í Skjálftavatni. Alls veiddust 1654 fiskar í Litluá en það er lítilsháttar samdráttur frá síðasta ári en þá veiddust 1778 fiskar. Í Skjálftavatni veiddust 1286 fiskar sem er umtalsverð aukning frá síðasta ári en þá veiddust 883 fiskar. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2940 fiskar en á síðasta ári veiddust 2661 fiskar. Þetta er um 10,5 % aukning á vatnasvæðinu. Margir veiðimenn settu í mjög væna fiska í sumar eins og undanfarin ár og m.a. veiddist 90 cm risableikja í Skjálftavatni.
Veiđitölur til 7. september 2014
Veðrið hefur leikið við veiðimenn í Litluá og Skjálftavatni í sumar og segja má að á stundum hafi það verið "of gott" til stangveiða, ef hægt er að taka þannig til orða. Áframhald hefur verið á góðri veiði í sumar eins og var í upphafi veiðitímans. Frá upphafi veiðitímans 1. apríl til 7. september hafa veiðst 1358 fiskar í Litluá og 950 fiskar í Skjálftavatni eða 2308 fiskar alls á vatnasvæðinu. Vænir fiskar hafa verið áberandi í aflanum, bæði urriðar og bleikjur.