Ekkert lát er á frábærri haustveiði í Litluá. Undanfarin holl hafa fengið fjölda fiska og til að krydda veiðina eru nokkrir laxar komnir á land. Kristján Benediktsson frá Iceland Angling Travel var nýlega við veiðar með hóp af skoskum veiðimönnum og veiddu þeir mjög vel eða um 86 fiska. Hér má sjá ánægðan veiðimann úr hópi Kristjáns hampa fallegum fiski.
Veitt til 20. október
Í lok ágúst 2010 var Litlaá komin yfir 1200 fiska. Veiði hefur verið ágæt og sjóbirtingurinn talsvert farinn að láta sjá sig og sumir veiðimenn hafa lent í mjög góðri bleikjuveiði. Þá eru nokkrir laxar komnir á land. Seint í ágúst voru veiðimenn frá Sviss í ánni og veiddu vel. Sjá má einn þeirra veiðimanna hampa fallegum fiski. Á eftir Svisslendingunum kom holl af frönskum veiðimönnum og veiddu þeir einnig áætlega. Í byrjun september var ekki gott veiðiveður, miklir hitar og rok á köflum og því lakari veiði en nú hefur hún heldur betur tekið við sér og franskir veiðimenn sem voru við veiðar í kring um 8.-9. september veiddu ágætlega.