English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
FRÉTTIR

30.12.2015
Veiđitölur 2015
Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls veiddust 1236 fiskar í Litluá en það er talsverður samdráttur frá síðasta ári þá veiddust 1654 fiskar. Í Skjálftavatni veiddust 766 fiskar sem er einnig samdráttur frá síðasta ári en þá veiddust 1286 fiskar og var það metár í Skjálftavatni. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2002 fiskar en á síðasta ári veiddust 2940 fiskar. Þetta er um 32 % samdráttur á vatnasvæðinu . Eins og undanfarin ár settu margir veiðimenn í mjög væna fiska í sumar, þrátt fyrir að heildarveiðin hafi verið minni. Helsta ástæðan fyrir samdrætti í veiði virðist vera slæmt tíðarfar á vormánuðum og fram eftir sumri. Önnur skýring gæti verið að skráningu í veiðibækur sé ábótavant.

Lesa meira


19.7.2015
Veiđitölur til 4. júlí 2014

Veiði hefur gengið ágætlega í Litluá og Skjálftavatni fyrstu þjá mánuði veiðitímans þrátt fyrir nokkuð kalt veðurfar og rysjótt. Hefur vorið í ár verið gjörólíkt vorinu 2014 sem var sérstaklega gott veðurfarslega. Frá upphafi veiðitímans 1. apríl til 4. júlí hafa veiðst 677 fiskar í Litluá og 205 fiskar í Skjálftavatni eða 882 fiskar alls á vatnasvæðinu. Þetta er lítillega minni heildarveiði en á svipuðum tíma á síðasta ári og er minni sókn vegna óhagstæðara veðurfars líklegasta skýringin. Talsvert hefur veiðst af vænum fiskum, t.d. upp í 75 cm urriða og 72 cm bleikju. Hátt hlutfall aflans er yfir 50 cm.


Lesa meira


17.5.2015
Skráning í veiđibćkur
Nú í upphafi veiðitímabilsins er rétt að huga að skráningu afla í veiðibækur. Rétt skráning aflans í veiðibækur er mjög mikilvæg fyrir alla sem að veiðimálum koma. Þetta á ekki síður við þó veitt sé samkvæmt veiða-sleppa aðferð. Flestir veiðimenn hafa áhuga á að vita hvernig aflabrögð hafa verið í ánni sem þeir eru að fara að veiða, á hvað er veitt, tegundarsamsetningu o.s.frv. Veiðimálastofnun fylgist með þróun veiðinnar í ánni frá ári til árs og er þá mikilvægt að upplýsingar séu sem nákvæmastar og réttastar. Það verður að segjast eins og er að skráning í veiðibækur undanfarin ár hefur ekki verið nægjanlega góð og langar okkur leigutaka að biðja veiðimenn að vanda skráningu á núverandi veiðitímabili. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að veiðimaður taki sér tíma til lengdarmælingar og skráningar upplýsinga um hvern veiddan fisk, sama hversu margir fiskar eru veiddir.

Lesa meiraFleiri fréttir
12.4.2015 - Opnun 2015
14.3.2015 - Nýtt veiđikort
15.2.2015 - Stórfiskar hafa vetursetu.
1.1.2015 - Gleđilegt nýtt veiđiár
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com