English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
FRÉTTIR

12.11.2013
Veiđitölur 2013
Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar sem var mjög gott í Litluá, eins og árin á undan. Alls veiddust 1778 fiskar í Litluá og 883 í Skjálftavatni. Þetta er lítilsháttar minnkun í Litluá frá síðasta ári en þá veiddust 1895 fiskar. Í Skjálftavatni veiddust 883 fiskar sem er nokkur aukning frá síðasta ári en þá veiddust 670 fiskar. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2661 fiskar en á síðasta ári veiddust 2565 fiskar. Þetta er um 4% aukning á vatnasvæðinu. Margir veiðimenn settu í mjög væna fiska í sumar eins og undanfarin sumur. Nokkrir urriðar yfir 80 cm veiddust, um 50 fiskar voru yfir 70 cm og mikill fjöldi yfir 60 cm. Á myndinni sést Dean Lambert hampa vænum urriða.

Lesa meira


18.8.2013
Nokkur skemmtileg myndskeiđ
Hér má sjá nokkur skemmtileg myndskeið frá Agli Ingibergssyni sem hefur verið iðinn við veiðar og leiðsögn í Litluá.

9.8.2013
Veiđitölur úr Litluá og Skjálftavatni
Það hefur verið frekar tíðindalítið hér á heimasíðunni í sumar en það sama er ekki hægt að segja um bakka Litluár og Skjálftavatns því veiði hefur gengið með miklum ágætum.  Fjöldi veiðimanna hafa farið ánægðir heim eftir frísklegar viðureignir við stóra fiska. Einn þessara veiðimanna er Robin Wise sem er á myndinni með myndarlegan urriða úr Skjálftavatni.  Gísli Árnason tók myndina. 
Þann 30 júlí höfðu veiðst alls 1620 fiskar á veiðisvæðinu, þar af 462 í Skjálftavatni.
 

Lesa meiraFleiri fréttir
19.5.2013 - Skjálftavatn fariđ ađ gefa
7.4.2013 - Fengsćlt opnunarholl í Litluá
1.4.2013 - Fábćr opnun í Litluá
31.3.2013 - Opnun á morgun 1. apríl
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com