26.11.2014 - Veiðitölur sumarið 2014 Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar sem var mjög gott í Litluá og metár í Skjálftavatni. Alls veiddust 1654 fiskar í Litluá en það er lítilsháttar samdráttur frá síðasta ári en þá veiddust 1778 fiskar. Í Skjálftavatni veiddust 1286 fiskar sem er umtalsverð aukning frá síðasta ári en þá veiddust 883 fiskar. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2940 fiskar en á síðasta ári veiddust 2661 fiskar. Þetta er um 10,5 % aukning á vatnasvæðinu. Margir veiðimenn settu í mjög væna fiska í sumar eins og undanfarin ár og m.a. veiddist 90 cm risableikja í Skjálftavatni.
Skipting á tegundir er eftirfarandi, tölur frá 2010, 2011, 2012 og 2013 eru með til samanburðar. Aukning er í urriðaveiði í Litluá frá fyrra ári en þá varð samdráttur í urriðaveiðinni eftir metár sumarið 2012. Um helmings samdráttur er í veiði á bleikju í Litluá en hún stendur hins vegar alfarið undir meira en 40 % aukningu á veiði í Skjálftavatni. Urriðaveiði í Skjálftavatni dregst lítillega saman.
Litlaá 2014 2013 2012 2011 2010
Urriðar 1481 1391 1644 1289 1038
Bleikjur 166 379 247 268 202
Lax 7 8 4 11 4
Samtals 1654 1778 1895 1568 1244
Skjálftavatn 2014 2013 2012 2011 2010
Urriðar 100 97 133 43 0
Bleikjur 1186 786 537 222 0
Lax 0 0 0 0 0
Samtals 1286 883 670 265 ekki veitt
Alls á vatnasvæði 2940 2661 2565 1833 1244
Til baka
|