9.9.2014 - Veiðitölur til 7. september 2014 Veðrið hefur leikið við veiðimenn í Litluá og Skjálftavatni í sumar og segja má að á stundum hafi það verið "of gott" til stangveiða, ef hægt er að taka þannig til orða. Áframhald hefur verið á góðri veiði í sumar eins og var í upphafi veiðitímans. Frá upphafi veiðitímans 1. apríl til 7. september hafa veiðst 1358 fiskar í Litluá og 950 fiskar í Skjálftavatni eða 2308 fiskar alls á vatnasvæðinu. Vænir fiskar hafa verið áberandi í aflanum, bæði urriðar og bleikjur.
Skipting á tegundir í Litluá og Skjálftavatni er eftirfarandi:
Litlaá 1. apríl til 7. sept. 2014
Urriðar 1182
Bleikjur 171
Lax 5
Samtals 1358
Skjálftavatn 1. apríl til 7. sept. 2014
Urriðar 85
Bleikjur 865
Lax 0
Samtals 950
Alls á vatnasvæði 2308
Til baka
|