29.6.2014 - Veiđitölur til 26. júní 2014 Veiði
hefur gengið með ágætum í Litluá og Skjálftavatni fyrstu þjá mánuði veiðitímans. Veðrið hefur einnig leikið við veiðimenn og
allt lífríki er með miklum blóma. Frá upphafi veiðitímans 1. apríl til 26. júní
hafa veiðst 858 fiskar í Litluá og 178 fiskar í Skjálftavatni eða 1036 fiskar
alls á vatnasvæðinu. Þetta eru tæplega 12 fiskar á dag á þessu tímabili eða 2,4
fiskar á stangardag en þess ber að geta að nokkuð vantar á að allar stangir séu
seldar og veiði á hvern virkan stangardag því talsvert hærri. Talsvert hefur
veiðst af vænum fiskum, t.d. fjórir 80 cm urriðar. Alls veiddust 93 fiskar sem voru yfir 65 cm
og hátt hlutfall aflans er yfir 50 cm.
Skipting á tegundir í Litluá og Skjálftavatni er
eftirfarandi:
Litlaá 1.
apríl til 26. júní 2014
Urriðar 741
Bleikjur 117
Lax 0
Samtals 858
Skjálftavatn 1.
apríl til 26. júní 2014
Urriðar 66
Bleikjur 112
Lax 0
Samtals 178
Alls á vatnasvæði 1036
Til baka
|