English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
2.4.2014 - Flottur opnunardagur í Litluá
Opnunardagurinn í Litluá var aldeilis flottur.  Eftirfarandi er lýsing Stefáns Hrafnssonar á deginum:
"1. apríl. Góður dagur að baki í Litluá í dag, frábært veður sól og blíða. 60 fiskar komu á land mest urriðar en nokkrar bleikjur líka. Fleiri fiskar yfir 60cm en í fyrra en sá stærsti var 76cm í góðum holdum. Fiskar veiddust á flestum svæðum en mesta veiðin var á efsta svæðinu eins og venjulega."
Stefán sendi okkur einnig meðfylgjandi myndir.
 
Það er ljóst að veiðitíminn 2014 byrjar vel í Litluá.Til baka
MyndasafnMYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com