5.11.2012 - Veiðitölur sumarið 2012 Veiði var með miklum ágætum í Litluá sumarið 2012. Alls veiddust 1895 fiskar í Litluá og 670 í Skjálftavatni eða 2565 fiskar á vatnasvæðinu. Þetta er talsverð aukning frá síðasta ári en þá veiddust 1568 fiskar í Litluá og 265 fiskar í Skjálftavatni eða 1833 fiskar alls. Þetta er um20% aukning í Litluá og um 40% á vatnasvæðinu en þess ber að geta að veiði í Skjálftavatni hófst aðeins síðsumars 2011. Margir veiðimenn settu í mjög væna fiska í sumar, nokkrir 80 cm urriðar veiddust og fjöldi fiska yfir 70 cm.
Skipting á tegundir er eftirfarandi, tölur frá 2010 og 2011 eru með til samanburðar:
Litlaá 2012 2011 2010
Urriðar 1644 1289 1038
Bleikjur 247 268 202
Lax 4 11 4
Samtals 1895 1568 1244
Skjálftavatn 2012 2011 2010
Urriðar 133 43 0
Bleikjur 537 222 0
Lax 0 0 0
Samtals 670 265 0
Til baka
|