English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
8.7.2012 - Góđ veiđi í Litluá og Skjálftavatni
Það hefur verið lítið um að vera hér á heimasíðunni hjá okkur undanfarnar vikur en það sama á ekki við um veiðina í Litluá. Veiðin hefur verið með miklum ágætum það sem af er veiðitímanum. Alls hafa veiðst um 1160 fiskar í Litluá, 1000 urriðar og 160 bleikjur. Veiði í Skjálftavatni hefur einnig verið ágæt og oft fengist þar vænir fiskar. Alls hafa veiðst þar um 350 fiskar, 265 bleikjur og 85 urriðar. Alls hafa því veiðst rúmlega 1500 fiskar á vatnasvæðinu. Til samanburðar má nefna að alls fengust um 1840 fiskar á vatnasvæðinu á öllu síðasta veiðiári.

Í júní var Kristján Ben. frá Iceland Angling Travel með skoska veiðimenn í Litluá og Skjálftavatni og lentu þeir í mikilli veiði af boltafiski í vatninu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Kristjáni sem segja meira en mörg lýsingarorð.
Nú síðustu fjóra daga voru norskir veiðimenn að veiðum og veiddu einnig mjög vel. Þeir fengu yfir 130 fiska og þar af mikið af bleikju í vatninu. Þeir fengu 20 bleikjur sem voru 6 til 9 pund.


Til baka
Myndasafn Næstu myndir
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com