English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
13.9.2010 - Litlaá komin yfir 1200 fiska
Í lok ágúst 2010 var Litlaá komin yfir 1200 fiska. Veiði hefur verið ágæt og sjóbirtingurinn talsvert farinn að láta sjá sig og sumir veiðimenn hafa lent í mjög góðri bleikjuveiði. Þá eru nokkrir laxar komnir á land. Seint í ágúst voru veiðimenn frá Sviss í ánni og veiddu vel. Sjá má einn þeirra veiðimanna hampa fallegum fiski. Á eftir Svisslendingunum kom holl af frönskum veiðimönnum og veiddu þeir einnig áætlega. Í byrjun september var ekki gott veiðiveður, miklir hitar og rok á köflum og því lakari veiði en nú hefur hún heldur betur tekið við sér og franskir veiðimenn sem voru við veiðar í kring um 8.-9. september veiddu ágætlega.  


Til baka
Myndasafn Næstu myndir
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com