English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
5.8.2010 - Sjóbirtingur farinn ađ ganga í Litluá
Veiði hefur gengið vel í júlímánuði og talsvert meira veitt en undanfarin ár. Ferðamenn og aðrir nýttu sér talsvert tilboð í ána í mánuðinum. Nú er aftur farinn að ganga sjóbirtingur í ána.
Í júlímánuði veiddust alls um 100 fiskar og var helmingurinn bleikja, 40% urriði og 10% sjóbirtingur. Stærsta bleikjan var 56 cm löng, stærsti urriðinn 65 cm og stærsti sjóbirtingurinn 51 cm. Veiðimenn hafa séð mikið af fiski í ánni en hann hefur verið tregur að taka í sumarhitunum.
Í lok júlímánaðar og nú í byrjun ágúst hafa veiðst nokkrir sjóbirtingar og því staðfest að síðsumarganga sjóbirtings í ána er hafin. Þann 3.ágúst náði einn veiðimaður 15 fiskum í ánni og voru þarf af 6 vænir sjóbirtingar, sá stærsti 70 cm. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í Litluá nú í ágúst og fram eftir hausti.


Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com