English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
29.3.2010 - Nýir leigutakar á Litluá í Kelduhverfi
Nýir leigutaka hafa tekið við Litluá í Kelduhverfi en þeir eru Helgi Þór Helgason, Jón Tryggvi Helgason, Ragnar Áki Jónsson og Sturla Sigtryggsson bóndi í Keldunesi.

Litlaá í Kelduhverfi er lindá og ein af fengsælustu sjóbirtingsám landsins en þar veiðist einnig staðbundinn urriði og sjógengin bleikja auk þess sem von er um einstaka lax.

Hún á sér upptök í lindum sem heita Brunnar, við bæinn Keldunes og í Skjálftavatni. Vatnið úr Brunnum sem er óvenju heitt, blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni og er meðalhiti árinnar þannig óvanalega hár. Vaxtahraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi. Litlaá er fjölbreytileg á þar sem finna má fallegar flúðir, hylji, breiður og hólma. Hún fellur til sjávar í Öxarfirði í ós Jökulsár á Fjöllum.

Í ánni eru sex veiðisvæði og veitt á 5 stangir í senn. Eingöngu er veitt á flugu samkvæmt veiða/sleppa aðferð. Veiðitímabil er frá 1. apríl til 10. október.

Veiðileyfi eru til sölu á eftirfarandi stöðum:
Í Keldunesi, sími 4652275
Með fyrirspurn á litlaa@live.com
Í vefsölu á www.agn.is

Verð á hvern stangardag er 15.500 kr. nema á tímabilinu 15. júní til 10. ágúst er verðið 12.500 kr.
Ekkert veiðihús er við ána en veiðimönnum er bent á gistihúsið í Keldunesi (www.keldunes.is), ferðaþjónustuna í Skúlagarði og bændagistingu í sveitinni.

Sala veiðileyfa fyrir sumarið 2010 hefur farið vel af stað og þegar er talsvert bókað, einkum fyrri og síðari hluta veiðitímans en meira laust yfir miðsumarið.


Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com