Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls
veiddust 1566 fiskar í Litluá en það er um 9% aukning frá fyrra ári. Í
Skjálftavatni veiddust 715 fiskar sem er um 12% samdráttur frá síðasta ári en
þá veiddust 817 fiskar. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2281 fiskar en á
síðasta ári veiddust 2255 fiskar og því er því um lítilsháttar aukningu að
ræða. Enginn skortur var á vænum fiskum í Litluá og Skjálftavatni frekar en undanfarin
ár. Þannig voru um 40 fiskar yfir 70 cm og þar af þrír stærri en 80 cm og sá
stærsti var 82 cm eða um 6 kg skv. vörpunartöflum.
Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls
veiddust 1438 fiskar í Litluá en það er lítilsháttar aukning frá fyrra ári. Í
Skjálftavatni veiddust 817 fiskar sem er samdráttur frá síðasta ári en þá
veiddust 995 fiskar. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2255 fiskar en á síðasta
ári veiddust 2420 fiskar. Þetta er um 7 % samdráttur á vatnasvæðinu. Heildarveiðin
er rétt neðan við metaltal áranna 2011-2017. Enginn skortur var á vænum fiskum
í Litluá og Skjálftavatni frekar en undanfarin ár.
Það var líflegt hjá Stefáni Hrafnsyni og félögu í opnuninni í Litluá 1. apríl og ekkert plat þar á ferðinni. Það fengust 73 fiskar og margir þeirra stórir eða eins of Stefán orðaði þetta: "Frábær dagur hjá okkur, mikið líf og flottir fiskar. Eins og oft var mesta veiðin á efsta svæðinu en fengum fiska niður að Nýjabæ. Stærstu fiskarnir voru um rétt yfir 70 cm en margir milli 60 og 70 cm". Við Þökkum Stefáni fyrir myndirnar sem fylgja hér með.