Litlaá í Kelduhverfi Litlaá í Kelduhverfi er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum.
Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C.
Vaxtahraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi.
Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er von um lax í Litluá.
Árið 2004 kom á land stærsti sjóbirtingur landsins, 23 punda ferlíki.
Er mál manna að nokkrir slíkir haldi jafnan til í ánni, jafnvel stærri.
Í Litluá er stunduð "veiða og sleppa" aðferðin og eru veiðimenn beðnir að kynna sér hvernig á að meðhöndla fisk sem á að sleppa aftur.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar á vef Veiðimálastofnunar með því að smella hér
|